Fundur 10.október

miðvikudagur, 10. október 2018

Áslaug Lárusdóttir

Fundurinn er númer 4 á starfsárinu og 2432 frá stofnun klúbbsins.
Gestur fundarins var Ragna Dagbjört Davíðsdóttir verkefnastjóri umhverfismála hjá Fjarðabyggð.
Fjallaði hún um flokkunarkerfi sorps og útskýrði hvernig þriggja tunnu kerfið virkar.  Ítrekaði hún mikilvægi þess að flokka sorp og draga þannig úr urðun, því urðunarland er aldrei nýtt aftur sem nytjaland.  Endurvinnsla snýst um að nýta verðmæti frekar en að urða.  Í máli Rögnu kemur einnig fram að hlutfall endurvinnslu hefur aukist sem þýðir að fólk í Fjarðabyggð er orðið mun duglegra að flokka.