Jólafundur Rótarýklúbbs Neskaupstaðar

miðvikudagur, 15. desember 2021

Áslaug


15.desember. Jólafundur Rótarýklúbbs Neskaupstaðar var í kvöld. Mættir voru 14  af 17 félögum,  auk 12 gesta. Veitingar komu að venju frá Hótel Capitano ljómandi jólahlaðborð.  Ína Dagbjört var með stutta frásögn og  las ljóð eftir Stefaníu systur sína úr nýútkominni bók, B. Stefanía las jólasögu og  sungin voru jólalög við undirspil Guðmundar Höskuldssonar.  Tilkynnt var um viðtakandi forseta og ritara. Hátíðlegur og góður fundur.