Þingið var haldið í gríðarstórri
ráðstefnuhöll, BMO Centre en setning, slit og aðalfyrirlestrar hvers dags voru
haldnir í Scotiabank Saddledome, fjölnota innanhússleikvangi sem tekur um 19
þús. manns í sæti.
Dagskráin var mjög fjölbreytt og fjölbreytt
afþreying einnig í boði.
Við komum til Kanada 19. júní og daginn nýttum
við til að koma okkur fyrir. Undirritaður nýtti tímann til að hlaupa meðfram
Bow ánni, sem á upptök í Bow jöklinum í Banff þjóðgarðinum og fór með frúnni á
góðan veitingastað sem voru fjölmargir í Calgary.
Daginn eftir hittumst við öll til að sækja
skráningargögnin okkar.
Á hverjum morgni voru aðalfyrirlestrar í
Saddledome og eftir hádegi var úr fjölmörgum fyrirlestrum að velja. House of
Friendship var alltaf opið en það er vettvangur fyrir hvers konar kynningar og
þar voru sölubásar með ýmsan varning og klúbbar, umdæmi og baráttuhópar voru
með bása til að kynna málefni sín. Þarna var svið með ýmsum uppákomum og fólk
gat sótt þara upplýsingar um ýmisleg rótarýmálefni.
Ýmsir áhugahópar voru með fundi og m.a. sótti
undirritaður fund áhugahóps Rótarý og skátastarfs.
Formlega setningarathöfnin var glæsileg með
ávörpum, skemmtiatriðum og tónlist og góð stemmning var hjá þeim hátt í 16
þúsund þátttakendum sem mættu. Og ekki var lokahátíðin síðri þar sem öllu var til
tjaldað.