Eins og komið hefur fram, er eitt stærsta verkefni okkar á árinu, að snúa við þeirri þróun, að félögum hefur verið að fækka. Eins og staðan er í gær, þá eru skráðir Rótarýfélagar á landinu 1.101 og við það bætast síðan 18 Rotaract félagar. Við erum því komin aftur yfir þau mörk, sem Rotary International setur fyrir því að halda stöðu sérstaks umdæmis.
Þetta er vel gert og rétt að þakka forystufólki klúbba fyrir frábært starf. Við verðum að halda áfram á þessari braut, því að markmið okkar er að vera helst með um 1.200 Rótarýfélaga hér á landi á hverjum tíma. Við þurfum því að halda áfram að kynna okkar frábæra félagsskap fyrir nýjum og áhugasömum félögum.
Gangi ykkur áfram vel að fjölga félögum og það er líka rétt að hvetja klúbba til að skoða stofnun nýrra klúbba eða Rótarskota.